Náttúruhneigð
Að ganga á heitum moldarstíg. Að leggjast í daggar blautt gras. Að sitja klofvega á sléttum og sterkum trjádrumbi og finna fyrir kraftinum. Að láta sig fljóta á spegilsléttu vatni. Að fara í sturtu með öllum pottaplöntunum og finna fyrir þeim strjúkast við kálfann þinn. Að þrýsta hendinni niður í þurran heitan mosann. Að leyfa lækjarsprænu að leika um líkama þinn. Að finna lyktina að blóðbergi. Að elska jörðina. Að verða ástfangin af náttúrunni og verða eitt með henni.
Komdu í æsandi ferðalag með Írisi og leyfðu þér að upplifa jörðina sem elskhuga þinn.
Íris er sviðslistakona og kúrator sem hefur unnið með líkama og líf kvenna í verkum sínum. Hún leggur áherslu á unað, tabú, skömm og þrár. Ákvörðunarréttur kvenna til að gera það sem þær vilja með líkama sinn og líf sitt hefur verið útgangspunkturinn í verkum Írisar. Hún hefur meðal annars safnað og gefið út sjálfsfróunarsögur kvenna og haldið söguhringi þar sem sögur sem tengjast efninu eru sagðar. Gert útvarpsleikhúsverk um eldri konur og rétt þeirra til að vera kynverur og verk um konur sem kjósa að eignast ekki börn sem var flutt á Lókal 2021. Á off venue dagskrá sömu hátíðar hélt hún söguhring um unaðslegar fæðingar (e. Orgasmic birth). Verk hennar á Plöntutíð 2022, Náttúruhneigð, einblínir á öll kyn, á mannkynið í heild sinni og samband þess við náttúruna.
Auka innsýn
Náttúruhneigð eða Jarðkynhneigð byggir á hugmyndinni um náttúruna sem elskhuga og hvetur fólk til að horfa á jörðina sem ástvin í stað auðlindar sem hægt er að notfæra sér. Hægt væri að snúa dæminu við og velta því fyrir sér hvernig það væri að hugsa um maka sinn sem auðlind í stað elskhuga. Vissulega er margt fallegt sem við tengjum við orðið auðlind. Við sjáum fyrir okkur fallega og gjöfula náttúru þegar við tölum um náttúruauðlind. En auðlind gefur alltaf til kynna eitthvað sem hægt er að nota sér í hag, hvort sem það er til þess að dást að eða til að virkja, og hvetur ekki endilega til þess að gefa á móti. Náttúrunnar vegna væri því heppilegra ef við myndum koma fram við hana sem elskhuga sem við virðum og elskum og viljum sjá vaxa og dafna.
Konurnar á bakvið hugtakið og hreyfinguna (e. sexecology eða ecosexuality) eru þær Beth Stephens og Annie Sprinkle. Listakonur sem vildu gera umhverfis aktívisma skemmtilegri með alls kyns gjörningum, húmor og sex positivity.
Plöntutíð er ný sviðslistahátíð. Hún var stofnuð sem vettvangur fyrir listamenn sem fjalla um náttúruna og gera tilraunir til að fara handan við mannhverfa sviðslistasköpun. Plöntutíð er styrkt af Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka, Borgarsjóði Reykjavíkur, Lista- og menningarráði Kópavogs og Barnamenningarsjóði. Takk kærlega!!!
Nánar má lesa um Plöntutíð á plontutid.com.
///
Walking bare feet on a warm dirt trail. Lying in dewy grass. Sitting on a smooth and strong tree trunk and feeling the power. To float on clear still water. Taking a shower with all the potted plants and feeling them stroking your calves. Pushing your hand down into the dry hot moss. Allowing a mountain spring to tickle your body. Finding the smell of arctic thyme. To love the earth. To fall in love with nature and become one with it.
Embark on an arousing journey with Iris and allow yourself to experience the earth as your lover.
Iris is a performance artist and curator who has worked with women's bodies and lives in her work. She emphasizes on pleasure, taboo, shame and longing. Women’s right to do what they want with their bodies and their lives has been the starting point in Iris' work. Among other things, she has collected and published women's masturbation stories and held story circles where stories related to the subject are told. Made a radio play about older women and their right to be sexual beings and a show about women who choose not to have children that premiered at Lókal 2021. Her work at Plöntutíð 2022, Ecosexuality, focuses on all genders, on humanity itself and its relation to nature.
Extra insight
Ecosexuality or sexecology is based on the idea of nature as a lover and encourages people to look at the earth as a loved one instead of a resource that can be used. One could turn the example around and consider what it would be like to think of one's spouse as a resource instead of a lover. Certainly there are many beautiful things that we associate with the word resource. We envision beautiful and rewarding nature when we talk about a natural resource. But a resource always indicates something that can be used to its advantage, whether it is to be admired or to be utilized, and does not necessarily encourage giving in return. For nature itself, it would be more appropriate if we treated it as a lover that we respect and love and want to see grow and prosper.
The women behind the concept and movement (sex ecology or ecosexuality) are Beth Stephens and Annie Sprinkle. Artists who wanted to make the environment of activism more fun with all kinds of performances, humor and sex positivity.
Plantutíð is a new theater- and performance arts festival. The festival is a platform for artists who work with nature and strive to move beyond anthropocentric performing arts. The performance pieces on the festival are made for plants, in collaboration with plants and even performed by plants. Plöntutíð is funded by the Bank of Iceland Entrepreneurship Fund, the Reykjavík Arts and Culture Council, the Kópavogur Arts and Culture Council and the Children's Culture Fund of Iceland. Thank you!!!
You can read more about Plöntutíð at plontutid.com.